jún
4
Spurningar og svör
∇ Flokkur:Spurningar og svör | → Engin ummæli |
Spurningar og svör:
Þarf ég að koma með spólur sjálf(ur)?
Nei , við útvegum spólu sem verður merkt þér.
Er einhver tegund upptökuvéla betri en aðrar?
Við viljum helst að þetta sé allt tekið á miniDV spólur í DV upplausn. Ekki HDV, Hi8, harða diska eða DVD. En þar sem verkefnið stendur og fellur með fjölda þeirra sem taka þátt verðum við ekkert rosalega strangir á því, ef þú ert í vafa með þina vél geturðu sent okkur póst með heiti hennar og við komumst að því fyrir þig.
Eruð þið ekki að græða á okkur?
Nei, öll okkar vinna verður sjálfboðavinna ef við fáum styrki fara þeir í spólur, boli, plaköt, DVD diska ofl. Sem við þurfum til að verkefnið gangi upp.
Hvenær fæ ég svo að sjá myndinna?
Stefnt er að því að myndin verði tilbúin hvítasunnuhelgina 2009, svo að við getum sýnt hana á Skjaldborg. Þannig að stefnan er að halda veglega frumsýningu hér í Reykjavík áður. Svo langar okkur að reyna að koma myndinni á einhverjar hátíðir hér og þar um heiminn enda svo á að sýna hana ókeypis á menningarnótt 2009. Þá fá allir sem tóku þátt myndina á DVD með aukaefni, s.s. texta sem segir hver myndaði hvað ofl. Og að lokum verður hún sett á netið fyrir heiminn að njóta, ókeypis.
Hvað fæ ég út úr þessu?
Á þessu stigi málsins er erfitt að lofa nokkru, þar sem ekkert fjármagn hefur fengist. Það sem okkur langar að gera er að halda veglega frumsýningu, gefa öllum boli með sínu camerunúmeri, gefa öllum vel úti látin DVD disk með myndinni og aukaefni, halda stutt námskeið í kvikmyndatöku og gera eins vel við ykkur og í okkar valdi stendur og síðast en ekki síst taka þátt í að brjóta blað í kvikmyndasögunni.
Getið þið hjálpað mér með að stilla vélina mína?
Ekkert mál.
Hvernig getum við fylgst með gangi mála eftir tónleikanna?
Það verða reglulega færslur hér á síðunni, þannig að þið fáið að fylgjast með. Settur verður inn stúfur og fleira eftir hversu mikill tími gefst. En þið verðið að hafa bak við eyrað að þetta er gífurleg vinna og þar sem þetta er í sjálfboðavinnu verður þetta gert eftir hendinni. En eins og fyrr segir er stefnt að hafa myndina tilbúna fyrir hvítasunnuhelgina 2009.
Verður myndin í 16:9 eða 4:3?
Það er ekkert ákveðið með það, fer eftir hvort allar vélarnar geta tekið upp í 16:9.
Það er erfitt að halda á myndavél í heilan klukkutíma, má maður ekki taka pássur?
Jú, að sjálfsögðu. Þarft bara að passa að slökkva ekki á upptökuni til að auðvelda klippið. Það er allt of flókið að „synca“ hverja myndavél mörgum sinum við tónlistina, nær ómögulegt myndi ég halda. Þess vegna er mjög mikilvægt að það sé á upptöku á meðan á upptökutímanum stendur.