jún
30
FRÉTTIR
Sæl öll,
Vorum á pepp-fundi með fólkinu frá Höfuðborgarstofu á fimmtudaginn var og fengum staðfest að við fáum styrk frá þeim í verkefnið. Það er vonandi byrjunin á einhverju. Við eigum eftir að sækja um hjá töluvert af fyrirtækjum og eftir að fá svar frá einhverjum. Þið fáið að fylgjast með hér á síðunni.
Einnig fengum við þær upplýsingar að tónleikarnir byrji kl. 19.30 og standa yfir til 23.00, og verða þeir á Klambratúni líkt og í fyrra. Það er ekki alveg komið á hreint hvaða hljómsveitir verða, en nöfn eins og Þursaflokkurinn, Hjaltalín og Bloodgroup hafa verið nefnd, ekki hanka mig á því samt.
Þar sem við verðum að gera þetta áður enn fer að rökva held ég að við ættum að reyna að byrja fljótlega upp úr kl. 20.00. Samkvæmt reiknivél veðurstofunar sest sólin kl. 21.14 þannig að persónulega held ég að klukkutíminn milli 20.00 og 21.00 sé málið.
Hvað haldið þið?
Kveðja
Hebbi
jún
13
Eitthvað hefur borið á því að umsóknarformið hafi skilað villu eða að pósturinn berist ekki til okkar. Ekki hefur ekki tekist að einangra vandann enn sem komið er en ef einhver lendir í vandræðum við að senda inn umsókn eða ef svar hefur ekki borist eftir sólahring prófið þá að senda póst beint á umsokn@projecthundred.com.
jún
4
Spurningar og svör:
Þarf ég að koma með spólur sjálf(ur)?
Nei , við útvegum spólu sem verður merkt þér.
Er einhver tegund upptökuvéla betri en aðrar?
Við viljum helst að þetta sé allt tekið á miniDV spólur í DV upplausn. Ekki HDV, Hi8, harða diska eða DVD. En þar sem verkefnið stendur og fellur með fjölda þeirra sem taka þátt verðum við ekkert rosalega strangir á því, ef þú ert í vafa með þina vél geturðu sent okkur póst með heiti hennar og við komumst að því fyrir þig.
Eruð þið ekki að græða á okkur?
Nei, öll okkar vinna verður sjálfboðavinna ef við fáum styrki fara þeir í spólur, boli, plaköt, DVD diska ofl. Sem við þurfum til að verkefnið gangi upp.
Hvenær fæ ég svo að sjá myndinna?
Stefnt er að því að myndin verði tilbúin hvítasunnuhelgina 2009, svo að við getum sýnt hana á Skjaldborg. Þannig að stefnan er að halda veglega frumsýningu hér í Reykjavík áður. Svo langar okkur að reyna að koma myndinni á einhverjar hátíðir hér og þar um heiminn enda svo á að sýna hana ókeypis á menningarnótt 2009. Þá fá allir sem tóku þátt myndina á DVD með aukaefni, s.s. texta sem segir hver myndaði hvað ofl. Og að lokum verður hún sett á netið fyrir heiminn að njóta, ókeypis.
Hvað fæ ég út úr þessu?
Á þessu stigi málsins er erfitt að lofa nokkru, þar sem ekkert fjármagn hefur fengist. Það sem okkur langar að gera er að halda veglega frumsýningu, gefa öllum boli með sínu camerunúmeri, gefa öllum vel úti látin DVD disk með myndinni og aukaefni, halda stutt námskeið í kvikmyndatöku og gera eins vel við ykkur og í okkar valdi stendur og síðast en ekki síst taka þátt í að brjóta blað í kvikmyndasögunni.
Getið þið hjálpað mér með að stilla vélina mína?
Ekkert mál.
Hvernig getum við fylgst með gangi mála eftir tónleikanna?
Það verða reglulega færslur hér á síðunni, þannig að þið fáið að fylgjast með. Settur verður inn stúfur og fleira eftir hversu mikill tími gefst. En þið verðið að hafa bak við eyrað að þetta er gífurleg vinna og þar sem þetta er í sjálfboðavinnu verður þetta gert eftir hendinni. En eins og fyrr segir er stefnt að hafa myndina tilbúna fyrir hvítasunnuhelgina 2009.
Verður myndin í 16:9 eða 4:3?
Það er ekkert ákveðið með það, fer eftir hvort allar vélarnar geta tekið upp í 16:9.
Það er erfitt að halda á myndavél í heilan klukkutíma, má maður ekki taka pássur?
Jú, að sjálfsögðu. Þarft bara að passa að slökkva ekki á upptökuni til að auðvelda klippið. Það er allt of flókið að „synca“ hverja myndavél mörgum sinum við tónlistina, nær ómögulegt myndi ég halda. Þess vegna er mjög mikilvægt að það sé á upptöku á meðan á upptökutímanum stendur.
jún
2
Við ákváðum að athuga hvort það væru einhverjar forsendur fyrir því að koma þessu í Heimsmetabók Guinnes. Hugmyndinni var vel tekið en þeir taka sér 4 til 6 vikur að gera upp við sig hvort þetta sé verðugt verkefni.
Fylgist með til að sjá hvort af verður.
Ef svo fer að þeir hjá Guinnes samþykki verkefnið geta þeir sem taka þátt keypt sér Diplómu á 10 pund eða 1500 ísl. kr. rammað inn og hengt upp á vegg hjá sér. Ég er alla vega tilbúinn með 1500 karlinn.
Hebbi
jún
1
Í gær, laugardaginn 31. maí, var viðtal við tvo meðlimi verkefnisins, þá Reyni Þorvaldsson og Herbert Sveinbjörnsson, í útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 þar sem að þeir voru spurðir út í verkefnið.
Viðtalið er að finna á ruv.is