Myndir frá deginu mikla

∇ Flokkur:Annað |2 ummæli |

Á meðan á tökum stóð á Menningarnótt fór ég um svæðið og tók ljósmyndir af þeim sem að voru að filma tónleikana og af hljómsveitunum. Á næstunni mun ég setja inn nokkrar myndir í einu og koma þær fyrstu hér.

 

 

 

Hættum að taka við skráningum kl. 15.00

∇ Flokkur:Annað |Engin ummæli |

Sæl,

við verðum að funda frá 15.00 til 17.00 þannig að ekki verður hægt að skrá sig á þeim tíma.

Hins vegar geta áhugasamir komið á gæsluvöllinn bak við Austurbæjarbíó kl. 17.00 og við skráð ykkur þar.

Kveðja

Hebbi

 

Myndir frá námskeiðinu

∇ Flokkur:Annað |Engin ummæli |

Á fimmtudaginn héldum við smá námskeið í kvikmyndatökum. Námskeiðið tókst alveg ljómandi vel og þátttakan nokkuð góð.

Ég var með myndavélina á svæðinu og smellti nokkrum myndum af liðinu og hér koma nokkur sýnishorn af þeim.

 

 

Kv.
Gunni

 

Námskeið í kvikmyndatöku annað kvöld!

∇ Flokkur:Annað |Engin ummæli |

Sæl öll,

þá er það ákveðið, það verður haldið námskeið í kvikmyndatöku annað kvöld,

fimmtudaginn 21. ágúst í húsnæði Hugleiks í  Eyjaslóð 9 kl.21.00.
Boðið verður upp á kaffi og með því.

Við byrjum kvöldið á að kíkja á smá brot úr myndinni sem var okkur innblástur
Gimme Shelter.

Svo verður farið yfir allar helstu stillingar og hvað hafa ber í huga varðandi þær
s.s. white balance, gain, ND filter, focus 16:9 vs 4:3 o.fl.

Ísak Jónsson ætlar svo að lesa yfir ykkur og koma með dæmi um hvernig maður
rammar viðfangsefnið inn, kameru hreyfingar ofl.

Guðmundur Erlingsson leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður verður okkur til halds og trausts.

Þeir sem hafa áhuga meldi sig vinsamlega á netfangið hebbi@ruv.is
svona að ég fái yfirsýn yfir hversu margir mæta.

Kveðja

Hebbi

 

Vika til stefnu.

∇ Flokkur:Annað |1 ummæli |

Sæl öll,

Jæja þá fer þetta að bresta á, við erum búnir að búa til plan og hljómar það nokkurn vegin svona.

kl. 17.00 Hittumst við öll á gæsluvellinum á Njálsgötu, bak við Austurbæjarbíó. Þar verða teknar myndir af hópnum, afhendum ykkur spólurnar og merkjum og þeir sem vilja einhverja hjálp með vélina sína fá hana.

kl. 20.00 Hefst upptakan, þær frábæru fréttir voru að berast að Hjaltalín og Magnús & Jóhann verða að spila á klukkutímanum sem við tökum upp.

Kl. 21.00 Upptaka endar.

Það er búið að vera tvísýnt með námskeið vegna þess að okkur hefur fundist hálf leiðinlegt að halda námskeið fyrir 1/3 af þeim sem taka þátt. En nú erum við orðin 40 og er því verið að vinna í að finna húsnæði fyrir herlegheitin. Stefnt er að, ef húsnæðismálin ganga eftir, að halda stutt og laggott námskeið í kvikmyndatöku fimmtudaginn 21. ágúst kl. 21.00-22.30 fyrir þá sem hafa áhuga á því. Ég læt ykkur vita með pósti hvernig þetta fer.

Við tókum þá ákvörðun í gærkvöldi að láta verða að þessu ef við náum yfir 50 manns. Þar sem að öll umfjöllun fer fram í þessari viku ættum við að fara létt með að finna minnsta kosti 11 manns með áhuga og vélar.

Sjáumst laugardaginn eftir viku

 

Rétt rúmmar tvær vikur í stóru stundina.

∇ Flokkur:Annað |Engin ummæli |

Sony Center ætla að láta okkur hafa spólur, þökkum þeim fyrir það. En enn vantar mannskap með vélar

þannig ef þið þekkið einhverja sem etv. hefðu áhuga látið þá endilega vita.

Hebbi

 

Færslur RSS | Ummæli RSS