Vika til stefnu.

∇ Flokkur:Annað |1 Ummæli |

Sæl öll,

Jæja þá fer þetta að bresta á, við erum búnir að búa til plan og hljómar það nokkurn vegin svona.

kl. 17.00 Hittumst við öll á gæsluvellinum á Njálsgötu, bak við Austurbæjarbíó. Þar verða teknar myndir af hópnum, afhendum ykkur spólurnar og merkjum og þeir sem vilja einhverja hjálp með vélina sína fá hana.

kl. 20.00 Hefst upptakan, þær frábæru fréttir voru að berast að Hjaltalín og Magnús & Jóhann verða að spila á klukkutímanum sem við tökum upp.

Kl. 21.00 Upptaka endar.

Það er búið að vera tvísýnt með námskeið vegna þess að okkur hefur fundist hálf leiðinlegt að halda námskeið fyrir 1/3 af þeim sem taka þátt. En nú erum við orðin 40 og er því verið að vinna í að finna húsnæði fyrir herlegheitin. Stefnt er að, ef húsnæðismálin ganga eftir, að halda stutt og laggott námskeið í kvikmyndatöku fimmtudaginn 21. ágúst kl. 21.00-22.30 fyrir þá sem hafa áhuga á því. Ég læt ykkur vita með pósti hvernig þetta fer.

Við tókum þá ákvörðun í gærkvöldi að láta verða að þessu ef við náum yfir 50 manns. Þar sem að öll umfjöllun fer fram í þessari viku ættum við að fara létt með að finna minnsta kosti 11 manns með áhuga og vélar.

Sjáumst laugardaginn eftir viku

 


1 ummæli

  1. Jón Ragnarsson 18 ágúst, 2008 10:24:25

    Spólur? En ég er með SD vél… 🙂

Nafn (required)

Netfang (required)

Vefsíða

XHTML: Þú getur notað þessi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

Segðu skoðun þína

Færslur RSS | Ummæli RSS