júl
24
Nú dag er um mánuður í Menningarnótt og þar af leiðir er mánuður í að við hellum okkur út í að taka upp.
Eins og staðan er í dag vantar okkur ennþá þátttakendur en sem stendur eru 25 í hópnum. Miðað við það hvað við höfum lítið auglýst þetta enn sem komið er erum við bara sáttir við fjöldann en betur má ef duga skal. Ef þið vitið af einhverjum sem vilja vera með, endilega hnippið í þá og biðjið þá um að skrá sig sem fyrst.
Við munum svo á allra næstu dögum senda fréttatilkynningu til fjölmiðla. Við vonumst eftir því að það skili góðri umfjöllun og að hrina umsókna skelli yfir okkur. Ef það gengur eftir þá ætti hópurinn að vera fullskipaður innan tíðar.
Gunni
júl
1
Dear Mr Sveinbjornsson,
Thank you for sending us the details of your recent record proposal for ‘Most cameras recording an event’. We are afraid to say that we are unable to accept this as a Guinness World Record.
We receive over 60,000 enquiries a year from which only a small proportion are approved by our experienced researchers to establish new categories. These are not ‘made up’ to suit an individual proposal, but rather ‘evolve’ as a result of international competition in a field, which naturally accommodates superlatives of the sort that we are interested in. We think you will appreciate that we are bound to favour those that reflect the greatest interest.
We realise that this will be disappointing to you. However, we have considered your application carefully; in the context of the specific subject area, and that of records as a whole and this is our decision.
Guinness World Records has absolute discretion as to which Guinness World Record applications are accepted and our decision is final. Guinness World Records may at its discretion and for whatever reason identify some records as either no longer monitored by Guinness World Records or no longer viable.
As your record application has not been accepted, Guinness World Records is in no way associated with the activity relating to your record proposal and we in no way endorse this activity. If you choose to proceed with this activity then this is will be of your own volition and at your own risk.
Once again thank you for your interest in Guinness World Records.
Yours sincerely,
Ralph Hannah
Records Management Team
Þetta var heldur aldrei tilgangurinn við höldum ótrauð áfram, mig langaði bara að deila þessu með ykkur.
Hebbi
jún
30
FRÉTTIR
Sæl öll,
Vorum á pepp-fundi með fólkinu frá Höfuðborgarstofu á fimmtudaginn var og fengum staðfest að við fáum styrk frá þeim í verkefnið. Það er vonandi byrjunin á einhverju. Við eigum eftir að sækja um hjá töluvert af fyrirtækjum og eftir að fá svar frá einhverjum. Þið fáið að fylgjast með hér á síðunni.
Einnig fengum við þær upplýsingar að tónleikarnir byrji kl. 19.30 og standa yfir til 23.00, og verða þeir á Klambratúni líkt og í fyrra. Það er ekki alveg komið á hreint hvaða hljómsveitir verða, en nöfn eins og Þursaflokkurinn, Hjaltalín og Bloodgroup hafa verið nefnd, ekki hanka mig á því samt.
Þar sem við verðum að gera þetta áður enn fer að rökva held ég að við ættum að reyna að byrja fljótlega upp úr kl. 20.00. Samkvæmt reiknivél veðurstofunar sest sólin kl. 21.14 þannig að persónulega held ég að klukkutíminn milli 20.00 og 21.00 sé málið.
Hvað haldið þið?
Kveðja
Hebbi
jún
13
Eitthvað hefur borið á því að umsóknarformið hafi skilað villu eða að pósturinn berist ekki til okkar. Ekki hefur ekki tekist að einangra vandann enn sem komið er en ef einhver lendir í vandræðum við að senda inn umsókn eða ef svar hefur ekki borist eftir sólahring prófið þá að senda póst beint á umsokn@projecthundred.com.
jún
4
Spurningar og svör:
Þarf ég að koma með spólur sjálf(ur)?
Nei , við útvegum spólu sem verður merkt þér.
Er einhver tegund upptökuvéla betri en aðrar?
Við viljum helst að þetta sé allt tekið á miniDV spólur í DV upplausn. Ekki HDV, Hi8, harða diska eða DVD. En þar sem verkefnið stendur og fellur með fjölda þeirra sem taka þátt verðum við ekkert rosalega strangir á því, ef þú ert í vafa með þina vél geturðu sent okkur póst með heiti hennar og við komumst að því fyrir þig.
Eruð þið ekki að græða á okkur?
Nei, öll okkar vinna verður sjálfboðavinna ef við fáum styrki fara þeir í spólur, boli, plaköt, DVD diska ofl. Sem við þurfum til að verkefnið gangi upp.
Hvenær fæ ég svo að sjá myndinna?
Stefnt er að því að myndin verði tilbúin hvítasunnuhelgina 2009, svo að við getum sýnt hana á Skjaldborg. Þannig að stefnan er að halda veglega frumsýningu hér í Reykjavík áður. Svo langar okkur að reyna að koma myndinni á einhverjar hátíðir hér og þar um heiminn enda svo á að sýna hana ókeypis á menningarnótt 2009. Þá fá allir sem tóku þátt myndina á DVD með aukaefni, s.s. texta sem segir hver myndaði hvað ofl. Og að lokum verður hún sett á netið fyrir heiminn að njóta, ókeypis.
Hvað fæ ég út úr þessu?
Á þessu stigi málsins er erfitt að lofa nokkru, þar sem ekkert fjármagn hefur fengist. Það sem okkur langar að gera er að halda veglega frumsýningu, gefa öllum boli með sínu camerunúmeri, gefa öllum vel úti látin DVD disk með myndinni og aukaefni, halda stutt námskeið í kvikmyndatöku og gera eins vel við ykkur og í okkar valdi stendur og síðast en ekki síst taka þátt í að brjóta blað í kvikmyndasögunni.
Getið þið hjálpað mér með að stilla vélina mína?
Ekkert mál.
Hvernig getum við fylgst með gangi mála eftir tónleikanna?
Það verða reglulega færslur hér á síðunni, þannig að þið fáið að fylgjast með. Settur verður inn stúfur og fleira eftir hversu mikill tími gefst. En þið verðið að hafa bak við eyrað að þetta er gífurleg vinna og þar sem þetta er í sjálfboðavinnu verður þetta gert eftir hendinni. En eins og fyrr segir er stefnt að hafa myndina tilbúna fyrir hvítasunnuhelgina 2009.
Verður myndin í 16:9 eða 4:3?
Það er ekkert ákveðið með það, fer eftir hvort allar vélarnar geta tekið upp í 16:9.
Það er erfitt að halda á myndavél í heilan klukkutíma, má maður ekki taka pássur?
Jú, að sjálfsögðu. Þarft bara að passa að slökkva ekki á upptökuni til að auðvelda klippið. Það er allt of flókið að „synca“ hverja myndavél mörgum sinum við tónlistina, nær ómögulegt myndi ég halda. Þess vegna er mjög mikilvægt að það sé á upptöku á meðan á upptökutímanum stendur.
jún
2
Við ákváðum að athuga hvort það væru einhverjar forsendur fyrir því að koma þessu í Heimsmetabók Guinnes. Hugmyndinni var vel tekið en þeir taka sér 4 til 6 vikur að gera upp við sig hvort þetta sé verðugt verkefni.
Fylgist með til að sjá hvort af verður.
Ef svo fer að þeir hjá Guinnes samþykki verkefnið geta þeir sem taka þátt keypt sér Diplómu á 10 pund eða 1500 ísl. kr. rammað inn og hengt upp á vegg hjá sér. Ég er alla vega tilbúinn með 1500 karlinn.
Hebbi
jún
1
Í gær, laugardaginn 31. maí, var viðtal við tvo meðlimi verkefnisins, þá Reyni Þorvaldsson og Herbert Sveinbjörnsson, í útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 þar sem að þeir voru spurðir út í verkefnið.
Viðtalið er að finna á ruv.is
maí
30
∇ Flokkur:Annað | → Slökkt á athugasemdum við Velkomin(n) |
Verkefnið Hundrað felst í samvinnu hundrað myndatökumanna sem festa tiltekinn atburð á mynd, í þessu tilfelli tónleika á Menningarnótt í Reykjavík, frá hundrað sjónarhornum. Öllum er velkomið að taka þátt í verkefninu, allt frá vistfólki á Grund til barna á Njálsborg. Ef þú átt MiniDV myndbandstökuvél en kemst ekki, skaltu lána barninu þínu eða pabba gamla hana og senda þau í staðinn.
Reynt verður að halda stutt námskeið í kvikmyndatöku fyrir atburðinn þar sem Herbert Sveinbjörnsson og Ísak Jónsson kvikmyndagerðarmenn ætla að ausa úr skálum visku sinnar eftir bestu getu. Þar verður farið yfir helstu atriði myndatöku en svo er það alfarið í ykkar höndum hvort þið farið eftir þeim leiðbeiningum.
Eftir tónleikanna verður spólunum safnað saman og klippt verður 55 til 60 mín. kvikmynd úr efninu. Myndin verður svo frumsýnd með pomp og pragt og verður þér ásamt þínum nánustu boðið. Svo er ætlunin að senda myndina á kvikmyndahátíðir um víða veröld, líka á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirði, sýna hana á menningarnótt árið 2009 og að lokum verður hún sett á netið með hvatningarorðum til fólks í öðrum löndum um að endurtaka leikinn í sínu landi og setja á síðuna okkar.
Sendu okkur skilaboð með upplýsingum um nafn, aldur og símanúmer ef þú hefur áhuga á að vera með í því að brjóta blað í sögu kvikmyndanna.
Með góðri kveðju,
Heimildarmyndaklúbburinn Hómer
maí
28
« Fyrri síða